Gott orðspor í yfir 30 ár

Um Skjólverk

Skjólverk er alhliða verktakafyrirtæki sem tekur að sér allar tegundir af viðhaldi fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Ekkert verk er of smátt eða of stórt.

Skjólverk sér um viðhald á fasteignum allt frá lausum skrúfum upp í stærstu viðhaldsverk og breytingar á fasteignum. Gerum ástandsskoðun og kostnaðarmat fyrir einstaklinga, húsfélög og fasteignafélög sem og langtíma kostnaðaráætlanir um viðhald. Við bjóðum upp á þjónustusamning um alhliða viðhaldsumsjón fyrir einstaklinga, fyrirtæki, fasteigna- og húsfélög. Með því að gera þjónustusamning við Skjólverk getur allt almennt viðhald fasteignarinnar verið á einum stað. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar og þarfagreiningu á viðhaldi fasteignarinnar.

 Umfjöllun um okkur í DV

 

 

 

 Mannvirkjastofnun hefur staðfest gæðastjórnunarkerfi hjá Skjólverk ehf.

Í byrjun árs 2015 tóku gildi lög sem kveða á um það að verktakafyrirtæki verða að vera með gæðastjórnunarkerfi staðfest af Mannvirkjastofnun.

Allir sem skrá sig á byggingarleyfisskyld verk sem hönnuðir, hönnunarstjórar, iðnmeistarar eða byggingarstjórar eftir 1. janúar 2015 skulu vera með gæðastjórnunarkerfi sem samþykkt er af stofnuninni. Krafa um gæðastjórnunarkerfi byggir á  ákvæðum 24. gr., 31. gr. og 32. gr. laga um mannvirki en samkvæmt 7. tölulið ákvæða til bráðabirgða í lögunum er veittur frestur til 1. janúar 2015 til að uppfylla ákvæðin

Sé gæðastjórnunarkerfi ekki til staðar þá hafa starfsmenn félagsins ekki réttindi til að skrifa upp á verk né bjóða í verkefni á vegum opinberra aðila.