Við höfum mikla reynslu í þakviðgerðum og skildum verkum. Við erum með flug-dróna sem við notum til að skoða skemdir á fljótlegan og öruggan hátt. Sem er mun ódýrara og fljótlegra heldur en að koma með kranabíl eða byggja vinnupalla.

Þakklæðning

Ef vart verður við leka, eða byrjað er að sjá á þakklæðningu er mikilvægt að taka á því um leið, að fresta þak viðgerð er með því dýrasta sem hægt er að gera. Oft byrja  þak vandamál á smá atriðum sem ódýrt er að laga, t.d. höfum við verið kallaðir til þar sem leki var tilkominn vegna þess að “áhugamður” hafði lagað þak sjálfur og neglt þaknagla í neðri rauf þar sem vatn kemst vel að. Þetta var hægt að laga á nokkrum klukkustundum en hefði lekinn beðið mikið lengur hefðu þaksprerrurnar eyðilagst og tugþúsunda viðgerð orðið að miljóna viðgerð.

Þakkantar

Algengt er að skemdir þakkantar séu hunsaðir of lengi, en það getur leitt til þess að vatn komist að burðar sperrur þaksins og þær morkni niður. 
Sem gerir viðgerðina margfalt dýrari. Einnig geta fallandi þakkantar leitt til slysa á fólki og farartækjum sem húseigendur bera ábyrgð á.

Þakgluggar

Við erum með mikla reynslu í að skipta hratt úr þakgluggum, breyta stærð glugga, skipta yfir í Vellux glugga.

Umsagnir viðskiptavina

Húsfélagið Grettisgötu 90

Okkar verk

Unufell

Unufell.

Grettisgata 90

Skálholtsstígur